05.12.2007 17:20

Myndataka

Í byrjun okt fórum við með Lísu Katrínu og Alexander Óla í myndatöku hjá Barna og fjölskylduljósmyndum. Það var rosa gaman, Lísa er sko algjör fyrirsæta en hann Alexander var hálf hissa á þessu öllu eins og sést á nokkrum, ja ef ekki flestum myndunum  
Endilega kíkið á afraksturinn, setti allar myndirnar inn

27.11.2007 21:24

Var að setja inn nokkrar nýjar myndir frá því að við fórum í heimsókn til Lísu og Elfu, endilega kíkið

20.11.2007 13:17

Fleiri myndir

Hæ hæ

Jæja ég var að skella inn nokkrum myndum í viðbót og er svo að vinna í að setja inn tvö myndbönd
Endilega kíkið á þetta allt saman

11.11.2007 10:57

 Halló allir

Jæja loksins eru komnar inn nýjar myndir!! Við erum sko ekki búin að vera nógu dugleg í þessum málum. En annars gengur allt sinn vanagang hér í Klapparhlíðinni. Alexander er rosalega ánægður hjá henni Sigrúnu dagmömmu og hún er alltaf að tala um hvað hann er duglegur og góður Þegar við komum til hennar á morgnanna þá réttir minn maður bara út hendurnar og vill fara til hennar, segir svo namm namm sem þýðir að hann er tilbúinn í morgunmat...hehe. Á þriðjudaginn skreið minn maður svo inn í eldhús hjá henni Sigrúnu, opnaði skáp og náði sér í eitt stykki kexpakka!! já það er óhætt að segja að hann geti bjargað sér sjálfur þessi elska


Í síðasta mánuði fórum við í átta mánaða skoðun. Alexander Óli er orðinn 10,5 kg og 74 cm!! Ljósmóðirin var rosalega ánægð með hann, enda brosti hann bara og spjallaði við hana allan tímann.

Það er ekkert smá gaman að fylgjast með þessum litla stubb, hann er farin að læra svo margt. Hann er farinn að tosa sig upp við allt, er reyndar alltaf á hnjánum núna en við foreldrarnir höldum að það sé nú ekki langt í að hann fari að standa upp við hluti. Svo fyrir nokkrum dögum tók hann upp á því að blikka alla, ég held að hann fatti alveg hvað fólk hefur gaman að þessu því ef maður fer að hlægja gerir hann þetta aftur og aftur. Hann blikkar að vísu alltaf báðum augu í einu en það er það sem gerir þetta svo ótrúlega sætt Svo er hann farinn að læra að henda matnum sínum í gólfið, lærir það sko af krökkunum hjá dagmömmunni. Mömmunni á heimilinu finnst þetta alls ekki eins skemmtilegt og blikkið, en þetta fylgir nú bara þessum blessuðu börnum



En jæja þá er þetta komið í bili, endilega  kíkið á myndirnar og verið dugleg að kommenta, það er svo gaman

19.10.2007 10:08

Síðasti sundtíminn

Hæ hæ

Um daginn var síðasti tíminn okkar í ungbarnasundi og þá fengum við lánaða vatnshelda myndavél hjá honum Snorra sundkennara. Við tókum fullt af myndum, bæði í kafi og ekki, af því að tæknin er orðin svo sniðug í dag þá fengum við myndirnar úr framköllun og svo geisladisk með svo við gætum nú sett þær inn á síðuna. Endilega kíkið á þær og ekki hika við að spyrja okkur um passwordið á albúminu ef þið eruð ekki með það

09.10.2007 16:46

Byrjaður hjá dagmömmu!!!

Hæ hæ

Jæja þá erum við búin að skella inn nokkrum nýjum myndum og einu myndbandi. Endilega kíkið á þetta

Annars er bara allt gott að frétta af okkur hér í Klapparhlíðinni. Alexander Óli stækkar með hverjum deginum og það er svo gaman að fylgjast með honum. Hann er farinn að setja hendurnar upp í loft þegar maður spyr hann hvað hann er stór og ég er alveg viss um að hann fari að skríða bráðlega. Við byrjuðum í aðlögun hjá Sigrúnu dagmömmu í gær og Alexander finnst sko ekkert smá gaman. Við vorum svo ótrúlega heppin að það losnaði allt í einu pláss hjá dagmömmunni sem hann Frosti er hjá svo nú fá þeir frændurnir að vera saman á daginn sem okkur foreldrunum finnst auðvita alveg æðislegt. Frosti var auðvita svolítið hissa að sjá okkur hjá dagmömmunni hans en ég held að þetta venjist fljótt og ég er viss um að Frosti verður sko farinn að passa vel upp á litla frænda sinn hann Adiddi eins og hann kallar hann Alexander er mjög hissa á öllu dótinu og látunum í krökkunum en honum finnst þetta allt saman rosalega spennandi og ég held að hann eigi sko eftir að una sér vel þarna. Á morgun er fyrsti dagurinn sem ég á að skilja hann eftir, það er að vísu bara í 30 mín-klukkutíma en ég verð að viðurkenna að ég er smá stressuð, held að þetta eigi eftir að vera aðeins erfiðara fyrir mig heldur en hann þar sem hann tók ekkert eftir því að ég var með honum í dag!! hehe
 
En jæja nóg af fréttum í bili...ætla að reyna að skella inn öðru myndbandi sem fyrst


Tilbúinn í slaginn ef það fer að rigna :)

01.10.2007 16:17

Myndbönd

Hæ hæ

Var að setja inn tvö video af alexander, endilega kíkið, þau eru hérna til hliðar undir myndböndum

26.09.2007 09:42

Fréttir

Hæ hæ

Já það eru sko komnar fréttir síðan síðast. Alexander Óli er að fara að byrja hjá Dagmömmu!!! Já það er rétt, litli strákurinn okkar er að fara til dagmömmu. Hann byrjar mánudaginn 1. okt í aðlögun sem tekur nokkra daga, fyrsta mánuðinn verður hann bara hálfann daginn þar sem mamman á heimilinu tímir ekki að sleppa honum alveg frá sér svona lengi í einu. Ég er að fara í skóla í janúar, ætla að skella mér í Menntaskólann við Hraðbraut og klára stúdentinn  Svo það verður svaka partý í júlí 2009!!(útskrifarveisla) hehe.....En dagmamman heitir Erla Brynja og býr hér í mosó, ástæðan fyrir því að hann byrjar svona snemma er að við viljum að hann sé orðinn vanur að vera hjá henni þegar ég fer í skólann, betra að byrja bara hægt og rólega í þessu þar sem við höfum tækifæri til þess. Ég verð nú reyndar að viðurkenna að þetta á eftir að vera miklu erfiðara fyrir mig heldur en hann þar sem hann er svo mikil félagsvera og elskar að vera í kringum börn, svo aðlögunin verður líklega erfiðari fyrir mömmuna en barnið.....hehe
En annars er allt gott að frétta af okkur, Alexander bara vex og dafnar og það er svo gaman að fylgjast með honum uppgvöta heiminn smá saman, hann er svo duglegur, farinn að sytja og skríða, reyndar togar hann sig ennþá áframm á höndunum en hann er líka farinn að fara upp á hnéin og rugga sér aðeins, horfir svo á mann og skilur ekkert í því af hverju hann kemst ekki áframm.



En jæja nóg af fréttum í bili
Endilega kíkið á allr myndirnar sem ég var að setja inn, tvö ný albúm

11.09.2007 11:19

Myndir

Hæ hæ og hó

Ég var að skella inn nokkrum nýjum myndum, endilega kíkið á þær og þið sem vitið ekki passwordið ekki hika við að senda okkur póst :)

Bestu Kveðjur frá okkur hér í Klapparhlíðinni

08.09.2007 21:20

Sjáið hvað ég stækka

Hæ hæ

hér kemur smá myndasería sem sýnir ykkur hvað hann Alexander Óli hefur stækkað  síðan hann fæddist.


Nýfæddur gutti. 3,3 kg og 49 cm


1 mánaða - c.a 3,5 kg og 53 cm


2.mánaða c.a. 4,3 kg og 57 cm


3. mánaða c.a 5,5 kg og 61 cm


4.mánaða c.a 6,4 kg og 64 cm


5.mánaða c.a 7,9 kg og 68 cm


6.mánaða c.a 9,4 kg og 72 cm


Jæja þá er það komið, ég á stundum erfitt með að trúa því hvað strákurinn okkar stækkar hratt, finnst hann stundum stækka OF hratt. Maður sér hann þroskast og dafna með hverjum deiginum og hann er alltaf að gera nýja hluti. Núna er hann farinn að sytja, gleymir sér reyndar svoldið við það og dettur til hliðana en þetta er allt að koma. Hann talar mjög mikið, eða réttara sagt gefur frá sér fullt af mismunandi hljóðum og það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með honum þegar hann uppgvötar eitthvað nýtt hljóð sem hann getur gefið frá sér. Svo verð ég auðvita að monta mig af því að hann er farinn að segja MAMMA, segir það hátt og skírt alla daga, segir líka amma en við bíðum enn eftir að heyra pabbi og afi, það hafa að vísu komið nokkuð líkar útgáfur af þeim orðum en ekkert sem hægt er að taka almenilega mark á. Það eru ekki komnar neinar tennur ennþá en þetta er allt að koma :)
Jæja nóg af fréttum í bili....set inn myndir fljótlega




29.08.2007 13:11

6. mánaða

Hæ hæ

Jæja haldið ekki bara að Alexander Óli sé orðinn 6 mánaða!! Mér finnst eins og hann hafi fæðst í gær. Við fórum með hann í 6 mánaða skoðun í síðustu viku og strákurinn okkar er orðinn 9,4 kg og 72 cm sem þýður að hann braggast alveg rosalega vel.
Það nýjasta hjá Alexander er að hann er farinn að "skríða" út um allt, hann er að vísu ekki farinn að fatta að fara upp á hnén heldur tosar hann sig bara áfram og rúllar sér á milli en hann kemst allavega þangað sem hann ætlar sér að fara. Það eru ennþá engar tennur farnar að sjást en það er ekki langt í þær.
En jæja sá stutti er farinn að kalla úr vagninum, endilega kíkið á nýju myndirnar og ekki hika við að senda okkur póst ef þið vitið ekki lykilorðið

20.08.2007 11:48

Læsing

Hæ hæ

vildi bara láta vita að við læstum myndaalbúminu. Lykilorðið er fótboltaliðið sem Kári heldur með, ef þið vitið ekki hvað það er þá megið þið bara endilega senda okkur línu og við sendum ykkur lykilorðið. Fer svo að skella inn nýjum myndum og fréttum

14.08.2007 09:37

Afmælisbarn

Pabbinn á heimilinu á afmæli í dag
 
 

Já elsku besti Kári okkar, til hamingju með afmælið

Knús og kossar

Ásdís og Alexander Óli

28.07.2007 16:25

Dugnaður

Já það er sko heldur betur dugnaður í mér núna, var að henda inn fullt af nýjum myndum, endilega kíkið á þær :)

27.07.2007 01:20

Hláturskast

Þið bara verðið að horfa á þetta :)

http://www.youtube.com/watch?v=rbPa51i9_TY

er hann ekki sætastur??

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58692
Samtals gestir: 11972
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 08:43:10